Bjarni og Atli undirbúa framboð

Bjarni Harðarson með framboðslista vegna framboðs síns, Regnbogans
Bjarni Harðarson með framboðslista vegna framboðs síns, Regnbogans mbl.is/Sigurður Bogi

Bjarni Harðar­son, bók­sali á Sel­fossi og fyrr­ver­andi alþing­ismaður, er ásamt Atla Gísla­syni með í und­ir­bún­ingi nýtt fram­boð til Alþing­is. Flokk­ur­inn ber heitið Regn­bog­inn - fyr­ir sjálf­stæði Íslands og sjálf­bæra þróun. Frá þessu er greint á frétta­vefn­um Suður­frétt­ir.

Þar seg­ir að Bjarni hafi verið á Eyr­ar­bakka föstu­dag­inn síðastliðinn að safna und­ir­skrift­um til að geta sótt um lista­bók­staf fyr­ir fram­boðið og menn í hans umboði gerðu slíkt hið sama fyr­ir utan mat­vöru­versl­un­ina Krón­una á Sel­fossi.

Þá er vísað í sam­tal við Atla Gísla­son þing­mann þar sem fram kom að um væri að ræða regn­hlíf­ar­sam­tök. Frek­ari upp­lýs­inga væri hins veg­ar ekki að vænta fyrr en mál hefðu skýrst bet­ur.

Atli Gíslason
Atli Gísla­son Ómar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert