Bjarni og Atli undirbúa framboð

Bjarni Harðarson með framboðslista vegna framboðs síns, Regnbogans
Bjarni Harðarson með framboðslista vegna framboðs síns, Regnbogans mbl.is/Sigurður Bogi

Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi og fyrrverandi alþingismaður, er ásamt Atla Gíslasyni með í undirbúningi nýtt framboð til Alþingis. Flokkurinn ber heitið Regnboginn - fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun. Frá þessu er greint á fréttavefnum Suðurfréttir.

Þar segir að Bjarni hafi verið á Eyrarbakka föstudaginn síðastliðinn að safna undirskriftum til að geta sótt um listabókstaf fyrir framboðið og menn í hans umboði gerðu slíkt hið sama fyrir utan matvöruverslunina Krónuna á Selfossi.

Þá er vísað í samtal við Atla Gíslason þingmann þar sem fram kom að um væri að ræða regnhlífarsamtök. Frekari upplýsinga væri hins vegar ekki að vænta fyrr en mál hefðu skýrst betur.

Atli Gíslason
Atli Gíslason Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka