Fjármálaöryggi heimilanna í forgang

Guðmundur Franklín Jónsson.
Guðmundur Franklín Jónsson. Heiðar Kristjánsson

Fjármálaöryggi heimilanna verður sett í forgang og öllum verðtryggðum húsnæðislánum skuldbreytt með neyðarlögum, komist Hægri grænir til valda eftir næstu kosningar. Landsfundur flokksins fór fram í gær.

„Ein mikilvægasta forsenda viðreisnar íslensks efnahagslífs er að afnema verðtryggingu lánasamninga til neytenda og tryggja réttláta niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og gera kynslóðasátt. Íslenskir neytendur eiga að fá að búa við sambærileg lánakjör og umhverfi á lánamarkaði og neytendur í nágrannalöndunum,“ segir í ályktun Hægri grænna.

Flokkurinn vill einnig nýtt húsnæðislánakerfi sem veiti ný húsnæðislán til þeirra sem eru að kaupa sér íbúð eða hús í fyrsta eða annað skipti á 3,75% - 4% óverðtryggðum vöxtum.

Þá ætlar flokkurinn sér að lækka opinber gjöld á bensíni og dísil um 30%, matvælaverð um 20% og afnema einokun Mjólkursamsölunnar og ÁTVR.

Hægri grænir vilja gera ríkisdal að lögeyri og festa gengi hans við Bandaríkjadal. „Gengi ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum, stöðugleiki næðist, en peningastjórnin í okkar höndum.“

Þá fer flokkurinn fram að þjóðaatkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna að Evrópusambandinu.

Á landsfundinum var Guðmundur Franklín Jónsson kosinn formaður flokksins til næstu tveggja ára. Íris Dröfn Kristjánsdóttir grunnskólakennari og Kjartan Örn Kjartansson, fyrrv. forstjóri, voru kosin varaformenn til næstu tveggja ára.

Frambjóðendur flestir fundnir

Reykjavíkur norður
Kjartan Örn Kjartansson
Björn Torfi Hauksson
Kristján Orri Jóhannsson
Guðríður Eiríksdóttir
Grétar Ómarsson

Reykjavíkur suður
Jón E. Árnason
Pétur Fjeldsted Einarsson
Sigurður Ingólfsson
Katrín Guðjónsdóttir
Kristján Árni Kristjánsson

Suðurkjördæmi
Sigursveinn Þórðarson
Agla Þýrí Kristjánsdóttir
Axel Örn Ægisson
Þórarinn Björn Steinsson
Jón Birgir Indriðason

Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Franklín Jónsson
Týr Þórarinsson
Magnús Þórarinn Thorlacius
Helgi Helgason
Böðvar Guðmundsson

Norðvesturkjördæmi
Sigurjón Haraldsson
Íris Dröfn Kristjánsdóttir
Jón Ingi Magnússon
Guðbrandur Jónatansson
Haraldur Kristján Ólason

Listi yfir frambjóðendur í Norðausturkjördæmi verður svo birtur í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert