Fjármálaöryggi heimilanna í forgang

Guðmundur Franklín Jónsson.
Guðmundur Franklín Jónsson. Heiðar Kristjánsson

Fjár­mála­ör­yggi heim­il­anna verður sett í for­gang og öll­um verðtryggðum hús­næðislán­um skuld­breytt með neyðarlög­um, kom­ist Hægri græn­ir til valda eft­ir næstu kosn­ing­ar. Lands­fund­ur flokks­ins fór fram í gær.

„Ein mik­il­væg­asta for­senda viðreisn­ar ís­lensks efna­hags­lífs er að af­nema verðtrygg­ingu lána­samn­inga til neyt­enda og tryggja rétt­láta niður­færslu verðtryggðra hús­næðislána og gera kyn­slóðasátt. Íslensk­ir neyt­end­ur eiga að fá að búa við sam­bæri­leg lána­kjör og um­hverfi á lána­markaði og neyt­end­ur í ná­granna­lönd­un­um,“ seg­ir í álykt­un Hægri grænna.

Flokk­ur­inn vill einnig nýtt hús­næðislána­kerfi sem veiti ný hús­næðislán til þeirra sem eru að kaupa sér íbúð eða hús í fyrsta eða annað skipti á 3,75% - 4% óverðtryggðum vöxt­um.

Þá ætl­ar flokk­ur­inn sér að lækka op­in­ber gjöld á bens­íni og dísil um 30%, mat­væla­verð um 20% og af­nema ein­ok­un Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar og ÁTVR.

Hægri græn­ir vilja gera rík­is­dal að lögeyri og festa gengi hans við Banda­ríkja­dal. „Gengi rík­is­dals­ins myndi sveifl­ast eins og gengi banda­ríkja­dals gagn­vart öðrum gjald­miðlum, stöðug­leiki næðist, en pen­inga­stjórn­in í okk­ar hönd­um.“

Þá fer flokk­ur­inn fram að þjóðaat­kvæðagreiðslu um áfram­hald aðild­ar­viðræðna að Evr­ópu­sam­band­inu.

Á lands­fund­in­um var Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son kos­inn formaður flokks­ins til næstu tveggja ára. Íris Dröfn Kristjáns­dótt­ir grunn­skóla­kenn­ari og Kjart­an Örn Kjart­ans­son, fyrrv. for­stjóri, voru kos­in vara­for­menn til næstu tveggja ára.

Fram­bjóðend­ur flest­ir fundn­ir

Reykja­vík­ur norður
Kjart­an Örn Kjart­ans­son
Björn Torfi Hauks­son
Kristján Orri Jó­hanns­son
Guðríður Ei­ríks­dótt­ir
Grét­ar Ómars­son

Reykja­vík­ur suður
Jón E. Árna­son
Pét­ur Fjeld­sted Ein­ars­son
Sig­urður Ing­ólfs­son
Katrín Guðjóns­dótt­ir
Kristján Árni Kristjáns­son

Suður­kjör­dæmi
Sig­ur­sveinn Þórðar­son
Agla Þýrí Kristjáns­dótt­ir
Axel Örn Ægis­son
Þór­ar­inn Björn Steins­son
Jón Birg­ir Indriðason

Suðvest­ur­kjör­dæmi
Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son
Týr Þór­ar­ins­son
Magnús Þór­ar­inn Thorlacius
Helgi Helga­son
Böðvar Guðmunds­son

Norðvest­ur­kjör­dæmi
Sig­ur­jón Har­alds­son
Íris Dröfn Kristjáns­dótt­ir
Jón Ingi Magnús­son
Guðbrand­ur Jónatans­son
Har­ald­ur Kristján Ólason

Listi yfir fram­bjóðend­ur í Norðaust­ur­kjör­dæmi verður svo birt­ur í vik­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert