Stofna flokk til að vinna með Framsókn

Halldór Gunnarsson
Halldór Gunnarsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Hall­dór Gunn­ars­son í Holti, sem ný­verið sagði sig úr Sjálf­stæðiflokkn­um, ætl­ar ásamt fleir­um að stofna flokk sem hef­ur það að mark­miði að vinna með Fram­sókn­ar­flokkn­um eft­ir kosn­ing­ar. Stofn­fund­ur verður í lok vik­unn­ar eða byrj­un þeirr­ar næstu.

Þetta kom fram í viðtali Eg­ils Helga­son­ar við Hall­dór í þætti Eg­ils, Silfri Eg­ils, á RÚV í há­deg­inu. „Við ætl­um að stofna [flokk] á þann hátt að við köll­um til fólks­ins. Með af­skap­lega ein­faldri mark­miðslýs­ingu; hvað verði ná­kvæm­lega að gera gagn­vart fjár­mál­um heim­il­anna, gagn­vart því að ná fram því að lög um geng­islán og neyt­endalán nái fram í dómsal með flýtimeðferð og síðan setj­um við fram af­markaðar áhersl­ur um hvernig við ætl­um að leysa úr efna­hags­vand­an­um,“ sagði Hall­dór.

Hann sagði flokk­inn ætla að leysa vanda­mál sem gjald­eyr­is­höft­in hafa í för með sér og setja það fram á skilj­an­leg­an hátt. 

Hall­dór sagðist vera talsmaður flokks­ins til að byrja með en að hon­um kæmi fólk úr öll­um átt­um. Eft­ir stofn­fund­inn verður fundað um allt land. „[Við ætl­um] að kalla til fólks sem vill koma til fylgd­ar þannig að við séum ein­göngu með nýtt fólk. Í stað þess að gera upp­reisn ætl­um við að hafa það mark­mið að geta unnið með Fram­sókn­ar­flokkn­um við að leysa þessi mál því hann hef­ur einn þorað að setja fram áhersl­ur um að þessi mál séu í for­grunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert