Kosið um vantrauststillöguna í dag

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Vantrauststillaga Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, verður til umræðu á Alþingi í dag. Tillagan verður tekin fyrir í upphafi þingfundar, klukkan 10.30. Að umræðum loknum verður atkvæðagreiðsla.

Bein útsending verður frá vantraustsumræðunni á RÚV og á Rás 2.

Þór lagði vantrauststillöguna fram í síðustu viku vegna óánægju með að frumvarp að nýrri stjórnarskrá yrði ekki að lögum á þessu kjörtímabili. Samkvæmt tillögunni á að rjúfa þing, ríkisstjórnin að fara frá og efna til almennra kosninga, en fram að kjördegi sitji starfsstjórn skipuð fulltrúum allra flokka á þingi.

Áður hafði Þór lagt fram vantrauststillögu í febrúar, en dró hana til baka vegna formgalla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert