Birgitta verður efst í SV-kjördæmi

Birgitta Jónsdóttir alþingismaður.
Birgitta Jónsdóttir alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Úrslit prófkjörs Pírata í kjördæmum Reykjavík-norður, Reykjavík-suður og í suðvestur kjördæmi hafa verið gerð kunn. Birgitta Jónsdóttir alþingismaður Hreyfingarinnar verður efst á lista flokksins í SV-kjördæmi.

Fimm efstu fulltrúar Pírata eru eftirfarandi:

 Reykjavík norður.

1. Helgi Hrafn Gunnarsson

2. Halldóra Mogensen

3. Bjarni Rúnar Einarsson

4. Salvör Kristjana

5. Þórður Sveinsson

Reykjavík suður.

1. Jón Þór Ólafsson

2. Ásta Helgadóttir

3. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

4. Sigríður Fossberg Thorlacius

5. Arnaldur Sigurðarson

Suðvestur kjördæmi.

1. Birgitta Jónsdóttir

2. Björn Leví Gunnarsson

3. Hákon Einar Júlíusson

4. Árni Þór Þorgeirsson

5. Berglind Ósk Bergsdóttir

Í fréttatilkynningu segir að athygli veki að 7 af 15 kjörnum fulltrúum í fimm efstu sætum þessara kjördæma eru konur. „Píratar hafa enga virka jafnréttisstefnu á sínum listum og því er það mikið fagnaðarefni að sjá þessar niðurstöður án þess að hafa gripið til kynjakvóta eða álíkra aðferða. Kosningar fóru fram á kosningakerfi Pírata, þar sem meðlimir taka þátt í lýðræðislegri ákvarðanatöku, meðal annars um stefnumál og frambjóðendur flokksins. “

„Á næstu dögum mun fara fram kosning í landsbyggðarkjördæmunum og hvetjum við fólk til þess að taka þátt og kynna sér kerfið,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, Pírati. „Þetta er tækifæri til þess að hafa bein áhrif á framhaldið. Við teljum þetta vera framtíðina og hlökkum mikið til þess að þróa þetta kerfi áfram í samvinnu við almenning.“ Hægt er að taka þátt í stefnumótun og kosningum á lýðræðisvef Pírata, x.piratar.is.

Píratar eru stjórnmálaflokkur internetsins. Sem slíkur leggur flokkurinn áherslu á opið aðgengi að upplýsingum og beinu lýðræði hvar sem því verður komið við með góðu móti. Flokkurinn leggur enn fremur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og rétt þeirra til friðhelgi. Afstaða Pírata til málefna og hugmynda er óháð frumflytjendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert