Þurfa allt að 36.000 undirskriftir

Kjörkassar til reiðu í Ráðhúsinu.
Kjörkassar til reiðu í Ráðhúsinu. mbl.is/ÞÖK

Útlit er fyrir að allt að nítján stjórnmálasamtök verði í framboði í komandi alþingiskosningum en af þeim stefna a.m.k. fjórtán á framboð á landsvísu.

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis verða tvöfalt fleiri að skipa framboðslista en nemur fjölda þingsæta í kjördæmi og má enginn bjóða sig fram á fleiri listum en einum. Ef nítján flokkar verða í framboði á landsvísu verður fjöldi frambjóðenda því um 2.400, rétt um 100 fleiri en íbúar í Hveragerði.

Í kosningalögum er einnig kveðið á um fjölda meðmælenda með hverjum lista en sami kjósandi má ekki mæla með fleirum en einum lista við sömu alþingiskosningar. Fjöldi meðmælenda skal nema margfeldi af þingsætatölu viðkomandi kjördæmis og 30 að lágmarki en 40 að hámarki og þurfa nítján flokkar því að afla stuðnings alls um 36.000 einstaklinga hyggist þeir bjóða fram á landsvísu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert