Þann 1. mars fékk Alþýðufylkingin úthlutað listabókstafnum R og stefnir að framboði um allt land í komandi alþingiskosningum.
Söfnun meðmælenda með framboðinu er vel á veg komin í Reykjavíkurkjördæmunum en styttra annars staðar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Framhaldsstofnfundur 16 febrúar s.l. fól framkvæmdastjórn að stilla upp framboðslistum. Fyrir liggur ákvörðun um að formaður samtakanna Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður, mun leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi og varaformaður samtakanna mun leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Langt er komið að manna listana í Reykjavíkurkjördæmum en eftir að raða þeim innbyrðis. Skemmra er komið í öðrum kjördæmum.
Alþýðufylkingin tilkynnti þetta í kosningarmiðstöð sinni að Hverfisgötu 82 á blaðamannafundi í dag.