Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar áfram

Þingkosningar fara fram 27. apríl.
Þingkosningar fara fram 27. apríl. mbl.isÓmar

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn miss­ir áfram fylgi og mæld­ist það nú 27,2% sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un MMR á fylgi stjórn­mála­flokka. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn held­ur áfram að auka fylgi sitt og er kom­inn upp í 25,9% fylgi.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var með 28,5% stuðning í síðustu mæl­ingu MMR. Um síðustu ára­mót var fylgi flokks­ins um 38%. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn held­ur áfram að bæta við sig fylgi og stend­ur það nú í 25,9%, borið sam­an við 23,8% í síðustu mæl­ingu. Stuðning­ur við önn­ur fram­boð ým­ist stóð í stað eða breytt­ist lít­il­lega.

Sam­fylk­ing­in er með 12,4% fylgi sam­kvæmt könn­un­inni, VG með 9,6%, Björt framtíð með 15,2%, Dög­un 1,9%, Hægri-græn­ir 2,1%, Pírat­ar 3,6% og önn­ur fram­boð fá sam­tals 2%.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist nú 26,5%.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 7. til 12. mars 2013 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 875 ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 18-67 ára.

Nán­ar um könn­un­ina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert