Framsóknarflokkurinn með mest fylgi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist með mest fylgi allra stjórn­mála­flokka, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Stöðvar 2 og Frétta­blaðsins. Næst­stærst­ur er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.

Ítar­leg um­fjöll­un um könn­un­ina verður í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

Þá ætl­ar RÚV að birta nýja könn­un Capacent Gallup á fylgi flokk­anna. Sam­kvæmt könn­un­inni myndu Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fá jafn marga þing­menn. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins held­ur áfram að minnka og Fram­sókn bæt­ir við sig. Nán­ar verður fjallað um könn­un­ina í frétt­um út­varps og sjón­varps í kvöld.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert