Innanríkisráðuneytið hefur látið gera leiðbeiningarmyndband á íslensku og enskuum framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Myndbandinu er ætlað að auðvelda kjósendum og þeim sem vinna við utankjörfundaratkvæðagreiðslu framkvæmdina.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin á nokkrum stöðum og mun þeim síðan fjölga í byrjun apríl. Almennar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Myndböndin eru hugsuð til leiðbeiningar en ítarlegri umfjöllun um kosningaathöfnina er að finna í lögum um kosningar til Alþingis.