Með tillögu um frestun þingfunda

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Þing­fund­ur er haf­inn á Alþingi en 50 mál eru á dag­skrá fund­ar­ins. Þar á meðal frum­varp formanna stjórn­ar­flokk­anna og Bjartr­ar framtíðar um af­markaðar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni en þrátt fyr­ir stíf fund­ar­höld í gær náðist ekki sam­komu­lag á milli stjórn­mála­flokk­anna um af­greiðslu þess né frest­un þing­funda fram yfir kosn­ing­ar.

Til­kynnt var í upp­hafi þing­fund­ar að Ólöf Nor­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hefði lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um frest­un þing­funda en í til­lög­unni seg­ir: „Alþingi álykt­ar að veita samþykki til þess að fund­um þings­ins verði frestað frá 21. mars 2013 eða síðar, ef nauðsyn kref­ur.“

Stjórn­ar­skrár­málið er núm­er 13 á dag­skránni en fyrstu tólf mál­in eru at­kvæðagreiðslur sem sam­komu­lag mun vera um að af­greiða en flest eru mál­in á leið til nefnda fyr­ir þriðju umræðu. Þar á meðal breyt­ing­ar á hegn­inga­lög­um vegna kyn­ferðis­brota gegn börn­um inn­an fjöl­skyldna, frum­varp um niður­greiðslu hús­hit­un­ar­kostnaðar og loka­fjár­lög 2011.

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert