„Tómur fíflagangur hér á Alþingi“

00:00
00:00

Ólöf Nor­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur lagt fram þing­frest­un­ar­til­lögu og seg­ir að ekki sé hægt að bjóða upp á að enn sé verið að ræða stjórn­ar­skrána löngu eft­ir áætluð þinglok auk þess sem kom­in sé inn heil stjórn­ar­skrá í breyt­ing­ar­til­lögu. Mál­in hafi þró­ast upp í „tóm­an fífla­gang“.

Vana­lega er það for­sæt­is­ráðherra sem legg­ur fram þing­frest­un­ar­til­lögu en þar sem ekk­ert bólaði á henni tók Ólöf mál­in í sín­ar hend­ur og lagði fram sína eig­in til­lögu en hún er eini flutn­ings­maður henn­ar. En Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra er nú búin að leggja fram til­lögu um að fresta þing­inu á morg­un, 22. mars. Því lít­ur ekki út fyr­ir að til­laga Ólaf­ar verði tek­in til umræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert