Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mælist nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi.
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 22. til 25. mars 2013. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mælist nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 29,5%, borið saman við 25,9% í síðustu mælingu.
Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi og mælist hann nú 24,4% borið saman við 27,2% í síðustu mælingu. Eins dalar fylgi Bjartrar framtíðar nokkuð og mælist nú 12% borið saman við 15,2% í síðustu mælingu.
28,7% styðja ríkisstjórnina
Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 28,7%.
Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 12,5% og Vinstri grænna 8,5%. Aðrir stjórnmálaflokkar fengju ekki mann á þing.