Framsókn með 28,5%

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með mest fylgi í nýrri könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands fyr­ir Morg­un­blaðið, vegna kom­andi þing­kosn­inga. Flokk­ur­inn fengi 28,5% at­kvæða, yrði gengið til kosn­inga nú, sem er aukn­ing um sex pró­sentu­stig frá síðustu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar í byrj­un mars. Fengi Fram­sókn 21 þing­mann kjör­inn, borið sam­an við níu árið 2009.

Næst­ur á eft­ir kem­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 26,1% fylgi, 3,3 pró­sentu­stig­um minna en í síðustu könn­un og 19 þing­menn, er með 16 núna. Sam­fylk­ing­in fengi 12,8%, var með 16,1% í síðustu könn­un og tæp 30% í síðustu kosn­ing­um. Sam­fylk­ing­in fékk 20 þing­menn 2009 en fengi níu nú. Vinstri græn­ir fengju 8% fylgi sam­kvæmt könn­un­inni nú, voru með 9,9% í síðustu könn­un en fengu 21,7% í kosn­ing­un­um 2009. VG fengi sex þing­menn í stað 14 árið 2009. Björt framtíð fengi 11,4% fylgi nú, var með 12% í síðustu könn­un og fengi átta þing­menn kjörna. Aðrir flokk­ar kæmu ekki manni inn á þing.

Fé­lags­vís­inda­stofn­un fram­kvæmdi könn­un­ina dag­ana 18. til 26. mars sl. Alls voru 3.400 manns í úr­tak­inu, þar af 1.800 í net­könn­un og 1.600 í síma­könn­un. Alls feng­ust 2.014 svör frá fólki á aldr­in­um 18-83 ára og svar­hlut­fallið var tæp 60%.

Svar­end­ur voru einnig spurðir hvaða flokka þeir kusu í kosn­ing­un­um 2009. Í ljós kem­ur að mik­il hreyf­ing er á fylg­inu á milli flokka. Flest­ir ætla að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn aft­ur, eða 82% fram­sókn­ar­manna, á meðan 65% sjálf­stæðismanna halda tryggð við flokk­inn, 40% hjá Sam­fylk­ing­unni og 34% hjá VG. Þá ætla 25% þeirra sem kusu Sjálf­stæðis­flokk­inn, 19,5% þeirra sem kusu VG og 17,8% sem kusu Sam­fylk­ingu að kjósa Fram­sókn. Björt framtíð tek­ur mest fylgi frá stjórn­ar­flokk­un­um.

„Mjög ánægju­legt“

„Við sjálf­stæðis­menn eig­um ekki nema eitt svar við þessu; það er að spýta í lóf­ana og reyna að gera bet­ur,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks en Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar, seg­ir mjög ánægju­legt að sjá flokk­inn halda fylgi síðustu kann­ana.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, og Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, eru sam­mála um að margt geti breyst í aðdrag­anda kosn­ing­anna en Katrín Júlí­us­dótt­ir, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar, seg­ir flokk­inn þurfa að herða róður­inn.

Fylgi flokkanna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar
Fylgi flokk­anna sam­kvæmt könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar mbl.is/​Elín Esther
Forysta Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi …
For­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Eygló Harðardótt­ir og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert