Hlutafélag um nýjan spítala samþykkt

Frá Alþingi í kvöld.
Frá Alþingi í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík var samþykkt með lögum frá Alþingi í nótt.

Borin var upp svohljóðandi tillaga frá Birni Val Gíslasyni, formanni fjárlaganefndar: „Ráðherra er heimilt að heimila Nýjum Landspítala ohf. að fara í forval vegna undirbúnings útboðs fullnaðarhönnunar.“

Frumvarpið í heild svo breytt samþykktu 35 þingmenn en þrír voru á móti. 11 þingmenn sátu hjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert