Píratar, Dögun og Lýðræðisvaktin munu ekki bjóða fram sameiginlega til Alþingiskosninga 27. apríl næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu, að stefnur og áherslumál flokkanna séu að sumu leyti misjöfn og rétt þyki að halda sérkennum þeirra, sérstöðu og sjálfstæði til haga
„Atkvæði til eins framboðs hefur verið, er og verður áfram atkvæði til þess og ekki til annarra framboða.
Framboðin lýsa sig viljug til þess að starfa saman á nýju þingi að sameiginlegum stefnumálum þeirra, nái þau kjöri,“ segir í tilkynningu sem Þórgnýr Thoroddsen, liðsmaður Pírata sendi á fjölmiðla.