Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar enn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Framsóknarflokkur bætir enn við sig fylgi á meðan fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins og vísað í Þjóðarpúls Gallup. Fylgi annarra flokka breytist lítið frá síðustu könnun fyrir tveimur vikum.

Samkvæmt því sem sagði í fréttum RÚV fengi Framsóknarflokkurinn 28,3% atkvæða ef kosið yrði í dag og bætir hann við sig 2,8%  frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,4% sem er rétt minna en flokkurinn fékk í kosningunum 2009.

Litlu framboðin ná ekki 5% og þar með ekki manni inn. Píratar mælast þó með 4,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert