Kosningabaráttan framundan

Frambjóðendur í sjónvarpssal.
Frambjóðendur í sjónvarpssal. Skjáskot/Rúv

For­menn og for­svars­menn þeirra níu stjórn­mála­flokka sem bjóða sig fram til Alþing­is­kosn­inga virt­ust sam­mála um það að kosn­inga­bar­átt­an sé rétt að byrja. Mikl­ar breyt­ing­ar geti því orðið á fylgi flokk­anna áður en gengið verður að kjör­borðum 27. apríl næst­kom­andi.

Þetta kom fram í kosn­ingaþætti Sjón­varps Rík­is­út­varps­ins í kvöld. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði þar ekki gott að segja hvers vegna fylgi flokks­ins hafi dalað að und­an­förnu. Hann sagði flokks­menn ósátta en skoðanakann­an­ir séu ekki kosn­ing­ar og kosn­inga­bar­átt­an sé öll framund­an. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi tekið sam­an stefnu og muni kynna hana kjós­end­um á næstu vik­um. „Við sjá­um svo til á kjör­dag.“

Mar­grét Tryggva­dótt­ir, for­svarsmaður Dög­un­ar, sagði flokk­inn með full­mótað fram­boð og nú sé hann til­bú­inn að tala við fólk og kynna hvað verði gert. „Það sem mér finnst merki­legt er að fylgið er á gríðarlegu flugi og það get­ur allt gerst.“ Hún sagði jafn­framt greini­legt að kallað sé eft­ir nýj­um val­kost­um.

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði fylgistöl­ur ekki góðar en að kosn­inga­bar­átt­an sé að hefjast. „Við eig­um skýrt er­indi við fólkið í land­inu,“ sagði Árni Páll og að hann kvíði ekki kjör­degi.

Birgitta Jóns­dótt­ir, for­svarsmaður Pírata, sagði mikla vinnu framund­an. Flokk­ur­inn mæl­ist með 4,4% fylgi en þurfi meira til að koma manni á þing. Hún sagðist ánægð með hina fjöl­breyttu flóru flokka sem hægt sé að velja um. Pírat­ar séu með mikla sér­stöðu, þeir nái nú þegar til ungs fólks en miðla þurfi því áfram að flokk­ur­inn eigi einnig er­indi við þá eldri.

Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, for­svarsmaður Bjartr­ar framtíðar, sagði stöðu flokks­ins ágæta. Flokk­ur­inn mæl­ist með aðeins minna fylgi en hann ætli sér. Reynsl­an úr borg­inni sýni hins veg­ar að allt geti gerst á loka­metr­un­um.

Guðmund­ur Frank­lín, formaður Hægri grænna, sagðist sátt­ur við það sem flokk­ur­inn fái. Hann hvatti kjós­end­ur til að lesa viðamikla stefnu­skrá flokks­ins sem sé upp­full af hald­bær­um lausn­um. Þó plaggið sé 2.000 síður sé lest­ur­inn þess virði.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, sagði flokks­menn vana ákveðnum sveifl­um í fylgi. Síðustu kosn­ing­ar hafi verið haldn­ar á óvenju­leg­um tíma og því hafi fylgið hugs­an­lega verið of hátt. Flokk­ur­inn hafi þó aðeins verið að kynna stefnu sína í dag og verði skýr val­kost­ur fyr­ir fram­bjóðend­ur.

Að lok­um tók til máls Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks. Hann sagði fylgi flokks­ins í skoðana­könn­un­um sýna að marg­ir séu sam­mála fram­sókn­ar­mönn­um þegar kem­ur að nauðsyn­legri for­gangs­röðun. Og einnig að það sé hægt að breyta hlut­un­um til hins betra. Sig­mund­ur sagði að það yrði ekk­ert auðvelt eft­ir kosn­ing­ar, en marg­ir trúi því að með því að taka rétt­ar ákv­arðanir og fylgja þeim eft­ir sé hægt að breyta hlut­un­um til hins betra og það hratt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert