Það yrði ekki aðeins dýrkeypt fyrir orðspor Íslands á alþjóðavettvangi heldur yrði mjög erfitt að taka aftur upp viðræður við Evrópusambandið yrði þeim slitið. Þetta segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segir að það væri glapræði að slíta viðræðunum.
Össur er í viðtali við fréttablaðinu Reykjavík sem kemur út á morgun. Þar er hann spurður út í hvað valdi þeirri ástríðu sem lýsi af honum í orrahríð vegna Evrópusambandsins. „Ég er ekki ástfanginn af ESB,“ svarar Össur.
Hann segir það þverstæðukennt að helsta röksemd þeirra sem leggjast gegn aðild að ESB sé að með því sé verið að framselja fullveldi í of ríkum mæli. Sömu menn segja það hins vegar sjálfsagt að taka upp gjaldmiðil annars ríkis.