Framsókn í stórsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Framsóknarflokkurinn fengi 40% atkvæða yrði gengið til kosninga nú, og mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld.

Framsókn kemst nærri því að fá hreinan þingmeirihluta, fengi 31 þingmann af 63 og vantar aðeins einn upp á hreinan meirihluta, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Þá kemur fram, að fylgishrun Sjálfstæðisflokksins haldi áfram. Flokkurinn fái stuðning 17,8% og hafi fylgið hrunið um 10 prósentustig á þremur vikum.

Píratar mælast með 5,6% fylgi og yrðu samkvæmt þessu annað nýja framboðið til að ná inn á Alþingi með fjóra þingmenn. Hitt nýja fram boðið, Björt framtíð, nýtur stuðnings 8,3% kjósenda og fengi miðað við það fimm þingmenn kjörna.

Þá kemur fram, stjórnarflokkarnir bíði afhroð og Vinstri græn séu ekki langt frá því að detta út af þingi. Flokkurinn fengi 5,6% atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Samfylkingin hafi tapað nær þriðjungi fylgis síns á þremur vikum og mælist með stuðning 9,5% kjósenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka