Sigmundur Davíð fékk stæðu af ís

Valgeir Ásgeirsson, starfsmaður Kjörís, færir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni ís að …
Valgeir Ásgeirsson, starfsmaður Kjörís, færir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni ís að gjöf.

 Viðtal Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, ritstjóra Fréttatímans, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, hefur fengið mikið umtal og náð mikilli útbreiðslu. Meðal annars náði það á markaðsskrifstofu Kjörís sem sá sér leik á borði.

Sigríður bauð Sigmundi í bíltúr til að taka viðtalið, svokallaðan ísrúnt. Óku þau meðal annars upp á Þingvelli og gengu þar um. Hins vegar vildi ekki betur til en svo að Sigríður gleymdi að bjóða Sigmundi upp á ísinn sem hún lofaði honum.

„Það gengur auðvitað ekki að nokkur maður fari íslaus heim af ísrúnti,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Starfsmaður Kjörís var gerður út af örkinni og færði Sigmundi Davíð heila stæðu af ís í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert