Tillögur Framsóknar valda bólgu

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/RAX

„Endurreisn vestrænna samfélaga eftir stríð byggist á samfélagslegri samstöðu um stöðugleikann sem höfuðmarkmið,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins og þó sérstaklega Framsóknarflokksins í því sambandi.

„[...]efnahagsloforð Framsóknar bendir ekki til áhuga á stöðugleika ef einhver meining er á bak við það að taka 300 milljarða af óvissu fé og sáldra því yfir þjóð í höftum. Þeir peningar valda bara verðbólgu og eignabólu og við sitjum öll eftir með enn hærri lán og enn lakari lífskjör,“ segir Árni Páll í Morgunblaðinu í dag.

Hann telur að núverandi ríkisstjórn hafi ekki fylgt nógu agaðri stefnu í skattamálum. Hún hefði betur útfært tillögur um skattabreytingar í upphafi kjörtímabilsins í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert