Kjósendum finnst skuldamál heimilanna mikilvægasti málaflokkur næsta kjörtímabils. Þá finnst mörgum heilbrigðismál og atvinnumál mjög mikilvæg. Aðeins fimmtungur kjósenda telur Evrópumálin sem eitt af þremur mikilvægustu málunum.
Þetta er niðurstaða könnunar sem Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, lét Félagsvísindastofnun gera. Sagt frá frá könnuninni í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en hún var framkvæmd dagana 18. mars til 4. apríl.
65,6% settu skuldamál heimilanna sem eitt af þremur mikilvægustu málunum næstu fjögur árin, 54,8% völdu heilbrigðismál og 42,6% atvinnumál.