Hvað segja framboðin um barneignir hinsegin fólks?

mbl.is/Ómar

Starfs­hóp­ur Sam­tak­anna ’78 um ætt­leiðing­ar hinseg­in fólks sendi fram­boðum til kom­andi Alþing­is­kosn­inga í dag bréf er varðar barneign­ir og ætt­leiðing­ar hinseg­in fólks. Bréfið inni­held­ur fimm spurn­ing­ar, en svör­um við þeim er ætlað að varpa ljósi á af­stöðu fram­boðanna til rétt­inda hinseg­in fólks til barneigna. Óskað var eft­ir skrif­leg­um svör­um fyr­ir 20. apríl.

Í bréf­inu seg­ir, að þrátt fyr­ir að laga­leg staða sam­kyn­hneigðra og ann­ars hinseg­in fólks á Íslandi sé nokkuð góð sé ljóst að enn er nokkuð í land með að fleir­um úr þeim hópi sé gert kleift að eign­ast börn.

„Þó að lög núm­er 65/​2006 heim­ili ætt­leiðing­ar til para af sama kyni er það svo að enn þann dag í dag hef­ur ekki verið komið á samn­ingi milli Íslands og lands sem heim­il­ar milli­landa­ætt­leiðing­ar til hinseg­in fólks. Und­ir­rituð óska eft­ir svör­um er varða af­stöðu fram­boðsins til þess­ara rétt­inda. Spurn­ingalist­inn verður birt­ur op­in­ber­lega sem og svör fram­boðanna,“ seg­ir í bréf­inu.

Spurn­ing­arn­ar eru eft­ir­far­andi:

  1. Er þitt fram­boð til­búið að beita sér fyr­ir rétt­ind­um hinseg­in fólks til barneigna?

  2. Er fram­boðið til­búið að beita sér fyr­ir því að Íslend­ing­ar nái ætt­leiðing­ar­samn­ingi við land sem heim­il­ar ætt­leiðing­ar til hinseg­in fólks?

  3. Ef spurn­ingu 2 er svarað ját­andi; hvernig mun fram­boðið beita sér fyr­ir því? Ef spurn­ingu 2 var svarað neit­andi; hvers vegna ekki?

  4. Er fram­boð þitt til­búið að leggja áherslu á mann­rétt­indi hinseg­in fólks í ut­an­rík­is­stefnu sinni og sam­skipt­um við önn­ur ríki, þar með talið að beita ut­an­rík­isþjón­ust­unni til að greiða fyr­ir ætt­leiðing­ar­samn­ing­um sem nýt­ast hinseg­in fólki ef svo ber und­ir?

  5. Hver er afstaða fram­boðsins til staðgöngu­mæðrun­ar? Sam­tök­in '78 taka ekki af­stöðu til þess hvort mögu­leg lög­leiðing staðgöngu­mæðrun­ar sé rétt­læt­an­leg, en óska eft­ir eft­ir svör­um frá þínu fram­boði um stöðu hinseg­in fólks ef til slíkr­ar lög­gjaf­ar kæmi.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert