Starfshópur Samtakanna ’78 um ættleiðingar hinsegin fólks sendi framboðum til komandi Alþingiskosninga í dag bréf er varðar barneignir og ættleiðingar hinsegin fólks. Bréfið inniheldur fimm spurningar, en svörum við þeim er ætlað að varpa ljósi á afstöðu framboðanna til réttinda hinsegin fólks til barneigna. Óskað var eftir skriflegum svörum fyrir 20. apríl.
Í bréfinu segir, að þrátt fyrir að lagaleg staða samkynhneigðra og annars hinsegin fólks á Íslandi sé nokkuð góð sé ljóst að enn er nokkuð í land með að fleirum úr þeim hópi sé gert kleift að eignast börn.
„Þó að lög númer 65/2006 heimili ættleiðingar til para af sama kyni er það svo að enn þann dag í dag hefur ekki verið komið á samningi milli Íslands og lands sem heimilar millilandaættleiðingar til hinsegin fólks. Undirrituð óska eftir svörum er varða afstöðu framboðsins til þessara réttinda. Spurningalistinn verður birtur opinberlega sem og svör framboðanna,“ segir í bréfinu.
Spurningarnar eru eftirfarandi: