Framsókn með 29% í nýrri könnun

Hálfur mánuður eru í alþingiskosningar.
Hálfur mánuður eru í alþingiskosningar. mbl.is/Brynjar Gauti

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fær 29% at­kvæða í nýrri skoðana­könn­un Gallup sem RÚV birti í kvöld. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær 22% at­kvæða og Sam­fylk­ing­in 12%. Helstu breyt­ing­ar frá síðustu könn­un Gallup er að fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar dal­ar og hef­ur ekki mælst minna í tæp­lega 15 ár.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er enn á upp­leið, sam­kvæmt könn­un­inni, mæl­ist nú með rúm 29%, ríf­lega pró­sentu­stigi meira en síðast. Hann fengi 22 þing­menn sam­kvæmt könn­un­inni. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn dal­ar lít­il­lega frá síðustu könn­un, mæl­ist með tæp 22% og 16 þing­menn.

Sam­fylk­ing­in fær rúm 12% og tap­ar næst­um þrem­ur pró­sentu­stig­um frá síðustu könn­un og fær 9 þing­menn. Björt framtíð dal­ar einnig, fær rúm 10% og 7 þing­menn. Vinstri græn eru einnig á niður­leið, eru nú með 7,3 pró­sent og fimm þing­menn, en Pírat­ar auka fylgi sitt um næst­um tvö og hálft pró­sentu­stig, fá tæp 7% og fjóra þing­menn. Aðrir ná ekki inn manni en næst því er Lýðræðis­vakt­in, með 3,8%. 

Könn­un­in var gerð dag­ana 2.-10. apríl. Ríf­lega 81% þeirra sem svöruðu tóku af­stöðu. 9,5% ætla ekki að kjósa eða skila auðu, tæp 6% tóku ekki af­stöðu og 3% neituðu að svara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert