Alla vega ellefu framboðslistar verða í öllum kjördæmum, en frestur til að skila inn formlegri tilkynningu um framboð rann út á hádegi. Alls verða þó fimmtán listar í boði þegar gengið verður til kosninga 27. apríl næstkomandi.
Listarnir ellefu eru: Björt framtíð, Dögun, Flokkur heimilanna, Framsóknarflokkur, Hægri grænir, Lýðræðisvaktin, Píratar, Regnboginn, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð.
Í Norðvesturkjördæmi eru framboðslistar tólf en þar bætist við Landsbyggðarflokkurinn. Þá bjóða Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn fram í Reykjavíkurkjördæmunum. Í Reykjavíkurkjördæmi Suður býður svo einnig fram flokkurinn Sturla Jónsson.
Yfirkjörstjórnir eiga eftir að fara yfir framboðslistana og auglýstir landskjörstjórn framboðslista eigi síðar en 17. apríl, eða tíu dögum fyrir kjördag.
Ekki náðist í formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi.