Meiri líkur á vinstristjórn

Hanna Birna vill vinna að því í gegnum skattaafslátt og …
Hanna Birna vill vinna að því í gegnum skattaafslátt og séreignarsparnað að höfuðstóll lána lækki um 20% á næsta kjörtímabili. mbl.is/Kristinn

„Eins og þetta lít­ur út núna er það allt eins lík­legt og í raun lík­legra vegna þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með aðeins um 20% fylgi. Slíka niður­stöðu verður erfitt að túlka sem aug­ljóst ákall um það sem þarf ná­kvæm­lega núna sem er fleiri tæki­færi, meiri ráðstöf­un­ar­tekj­ur, lægri skatt­ar og sátt um upp­bygg­ingu á sem flest­um sviðum.“

Þetta seg­ir Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag, aðspurð hvort hún telji meiri lík­ur eða minni á að vinstri­stjórn verði mynduð eft­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar 27. apríl.

Spurð hvort meint óánægja með lands­fund skýri fylg­istap í könn­un­um rifjar Hanna Birna upp að sú þróun hafi haf­ist eft­ir Ices­a­ve-dóm­inn.

„Ég held að menn of­meti þátt lands­fund­ar í þess­um breyt­ing­um ... Ég held að það sé of­mat að telja að það hafi breytt miklu, enda sjá­um við ef við skoðum skoðanakann­an­ir að stærsta fylg­is­breyt­ing­in verður í kring­um Ices­a­ve-dóm­inn í janú­ar. Þá hefst sú þróun að fylgið hef­ur verið að fara frá Sjálf­stæðis­flokkn­um yfir á Fram­sókn­ar­flokk­inn,“ seg­ir Hanna Birna í sam­tal­inu, þar sem hún hvet­ur sjálf­stæðis­menn að snúa aft­ur heim til fylg­is við flokk­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert