Regnboginn hafnar ofurtrú á frjálshyggjuna

Regnboginn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag
Regnboginn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag mbl.is/Rósa Braga

Regnboginn hafnar ofurtrú á frjálshyggjunni og markaðssamfélaginu sem leitt hefur af sér fákeppni og vaxandi vægi efnahagslega ósjálfbærra stórfyrirtækja á kostnað raunverulegs framtaks og þróunar og nýsköpunarstarfs í íslensku atvinnulífi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnuyfirlýsingu Regnbogans sem kynnt var í dag.

„Við teljum að blandað hagkerfi opinbers rekstrar og einkarekstrar smárra rekstrareininga sé farsælla en sú endurreisn fárra markaðsráðandi fyrirtækja sem hefur átt sér stað frá hruni.“

„Við berjumst fyrir jafnrétti og mannréttindum óháð kynferði, kynþætti, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Launajafnrétti og kvenfrelsi eru meðal mikilvægustu baráttumála okkar samtíma. Bæta þarf búsetuúrræði og þjónustu við fatlaða, öryrkja og aldraða. Standa þarf vörð um mannréttindi samkynhneigðra og transfólks. Styrkja þarf innflytjendur til náms og samfélagsþátttöku. Baráttan gegn hverskyns misrétti og ofbeldi er forgangsverkefni. Tryggja þarf öllum börnum öryggi, uppbyggileg lífsskilyrði og jafna möguleika til farsæls lífs,“ segir ennfremur í stefnuskránni.

Stefnuskrá Regnbogans í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka