Ber fullt traust til Bjarna

Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi sjálfstæðismanna í Garðabæ.
Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi sjálfstæðismanna í Garðabæ. mbl.is/Golli

„Ég hefði aldrei boðið mig fram í embætti varaformanns nema ég treysti formanni Sjálfstæðisflokksins. Mér þætti líka vænt um það ef sá stuðningur og það traust væri ekki dreginn í efa,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi sjálfstæðismanna í Garðabæ.

Hanna Birna sagðist hafa skilning á því að fjölmiðlar hefðu áhuga á forystumálum í Sjálfstæðisflokknum og spyrðu forystumenn flokksins spurninga í þá veru. Það mætti hins vegar ekki verða til þess að menn færu að efast um stuðning hvor annars. Hún skoraði á sjálfstæðismenn að standa saman.

Hanna Birna sagði að nú ættu menn að snúa sér að því sameiginlega verkefni að sigra í kosningunum í vor. „Stóra verkefnið er að almenningur í þessu landi geti vaknað eftir hálfan mánuð og sagt: „Ég veit hvað bíður mín.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert