Bjarni heldur áfram sem formaður

Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundinum í morgun.
Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundinum í morgun. mbl.is/Golli

„Ég er ekki þannig maður að ég gefi eft­ir í mót­byr,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á fjöl­menn­um fundi sjálf­stæðismanna í Garðabæ í morg­un. Hann sagði að það kæmi ekki annað til greina fyr­ir sig og Sjálf­stæðis­flokk­inn en að halda áfram að berj­ast fyr­ir sigri í vor.

„Þessa fund­ar verður minnst fyr­ir að frá og með hon­um fór fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins að aukast,“ sagði Gunn­ar Ein­ars­son fund­ar­stjóri í upp­hafi fund­ar.

„Staða Sjálf­stæðis­flokks­ins er verri en við eig­um að venj­ast,“ sagði Bjarni í upp­hafi fund­ar. Hann sagði að ýms­ar ástæður væru því. Hann vék að and­stæðing­um flokks­ins og sagðist telja að sum­ir ættu eft­ir að fara í lyfja­próf.

Bjarni sagði að hann væri þakk­lát­ur sjálf­stæðismönn­um að hafa gefa sér svig­rúm til að íhuga sína stöðu. Hann sagðist hafa fengið mik­il viðbrögð við viðtal­inu á RÚV. Viðbrögðin við viðtal­inu hefðu komið sér á óvart. Hann hefði fengið mikla hvatn­ingu frá flokks­mönn­um og einnig fólki sem stæði utan flokks­ins.

Bjarni sagði að þegar hann var að íhuga sína stöðu hefði hann leitað í grunn­inn og til þess hvers hann hefði boðið sig fram til for­manns í upp­hafi. Hann sagðist hafa gert það vegna þess að hann vildi vinna fyr­ir þjóðin og gera þjóðinni gagn.

„Ég er ekki þannig maður að ég gefi eft­ir í mót­byr,“ sagði Bjarni. Fund­ar­menn mættu þess­ari yf­ir­lýs­ingu með dúndr­andi lófa­taki.

Hanna Birna ánægð með ákvörðun Bjarna

„Ég er ánægð með þessa ákvörðun for­manns­ins sem ég tel að sé far­sæl fyr­ir hann og far­sæl fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ sagði Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir vara­formaður á fund­in­um. Hún sagðist von­ast eft­ir að flokks­menn gæfu sér tæki­færi til að sinna því verk­efni sem hún hefði verið kjör­in til fyr­ir nokkr­um vik­um síðan, að vera vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Bjarni til­kynnti í viðtali við RÚV á fimmtu­dag að hann hefði íhugað að draga sig í hlé sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Í kjöl­farið hafa hon­um borist stuðnings­yf­ir­lýs­ing­ar frá fé­lög­um í flokkn­um.

Auk Bjarna eru frum­mæl­end­ur á fund­in­um Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir alþing­ismaður og Vil­hjálm­ur Bjarna­son fram­bjóðandi flokks­ins í SV-kjör­dæmi.

Fund­ur­inn er fjöl­menn­ur, en fund­ar­stjóri sagði að 700-900 manns væru á fund­in­um.

Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir við upphaf fundarins í …
Bjarni Bene­dikts­son og Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir við upp­haf fund­ar­ins í Garðabæ í morg­un. mbl.is/​golli
Bjarni Benediktsson við upphaf fundarins í Garðabæ í morgun.
Bjarni Bene­dikts­son við upp­haf fund­ar­ins í Garðabæ í morg­un. mbl.is/​golli
Bjarni Benediktsson og Hanna Birna á fundinum í Fjölbrautaskóla Garðabæjar …
Bjarni Bene­dikts­son og Hanna Birna á fund­in­um í Fjöl­brauta­skóla Garðabæj­ar í morg­un. mbl.is/​golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert