„Syndir framsóknarmanna eru stórar“

Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi sjálfstæðismanna í …
Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi sjálfstæðismanna í Garðabæ í dag. mbl.is/golli

„Ætlum við að láta Framsóknarflokkinn vera í forystu í þessu landi á næsta kjörtímabili? Höfum við efni á því?“ spurði Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, á fundi sjálfstæðismanna í Garðabæ í dag.

„Þessi flokkur [Framsóknarflokkurinn] virðist vera einhver teflon-flokkur sem ekkert festist við. Hans syndir eru býsna stórar. Það kom fram í blaði í þessari viku að Íbúðalánasjóður hefði verið settur á hliðina. Það er verk framsóknarmanna, tveggja framsóknarmanna. Um þetta má ekki ræða,“ sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur sagði að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki siglt eftir vindum. Hann yrði við stefnumörkun að leggja til grundvallar langtímamarkmið, en ekki stundarhag.

Vilhjálmur sagði að hann hefði verið spurður hvers vegna hann væri alltaf að tala um atvinnulífið en minna um hvernig ætti að bjarga heimilunum. Ástæðan væri sú að ef fólk hefði ekki vinnu væri því allar bjargir bannaðar. „Á síðustu fjórum árum hafa verið greiddar atvinnuleysisbætur upp á 80 milljarða. Menn sjá ekki eftir þessum peningum. Ég sé eftir hverri krónu sem fer í atvinnuleysisbætur. Iðjulausri hönd líður illa. Ef við höfum nóg að gera og fáum nóg af tækifærum þá líður okkur vel,“ sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka