„Syndir framsóknarmanna eru stórar“

Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi sjálfstæðismanna í …
Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi sjálfstæðismanna í Garðabæ í dag. mbl.is/golli

„Ætlum við að láta Fram­sókn­ar­flokk­inn vera í for­ystu í þessu landi á næsta kjör­tíma­bili? Höf­um við efni á því?“ spurði Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokks­ins, á fundi sjálf­stæðismanna í Garðabæ í dag.

„Þessi flokk­ur [Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn] virðist vera ein­hver teflon-flokk­ur sem ekk­ert fest­ist við. Hans synd­ir eru býsna stór­ar. Það kom fram í blaði í þess­ari viku að Íbúðalána­sjóður hefði verið sett­ur á hliðina. Það er verk fram­sókn­ar­manna, tveggja fram­sókn­ar­manna. Um þetta má ekki ræða,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Vil­hjálm­ur sagði að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn gæti ekki siglt eft­ir vind­um. Hann yrði við stefnu­mörk­un að leggja til grund­vall­ar lang­tíma­mark­mið, en ekki stund­ar­hag.

Vil­hjálm­ur sagði að hann hefði verið spurður hvers vegna hann væri alltaf að tala um at­vinnu­lífið en minna um hvernig ætti að bjarga heim­il­un­um. Ástæðan væri sú að ef fólk hefði ekki vinnu væri því all­ar bjarg­ir bannaðar. „Á síðustu fjór­um árum hafa verið greidd­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur upp á 80 millj­arða. Menn sjá ekki eft­ir þess­um pen­ing­um. Ég sé eft­ir hverri krónu sem fer í at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Iðju­lausri hönd líður illa. Ef við höf­um nóg að gera og fáum nóg af tæki­fær­um þá líður okk­ur vel,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Vilhjálmur Bjarnason
Vil­hjálm­ur Bjarna­son mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert