Vilja skattalega hvata til að ráða og framleiða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum þeirr­ar skoðunar að gera þurfi veru­leg­ar breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

„Við leggj­um áherslu á mik­il­vægi þess að ein­falda skatt­kerfið. Eins og frægt er hafa verið gerðar um 200 breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu, fyrst og fremst til að flækja og hækka skatta. Við þurf­um að ein­falda það og inn­leiða já­kvæða hvata í stað nei­kvæðra – hvata til að vinna meira, ráða fólk í vinnu og fram­leiða meira.“

Þá boðar hann lækk­un trygg­inga­gjalds og hækk­un skatt­leys­is­marka sem tekju­jöfn­un­ar­leið. „Það geng­ur ekki að skil­greina milli­tekju­fólk sem há­tekju­fólk,“ seg­ir hann.

Í ít­ar­legu viðtali í Morg­un­blaðinu í dag ræðir Sig­mund­ur um niður­greiðslur á skuld­um heim­il­anna, af­nám verðtrygg­ing­ar og fleira.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert