„Við erum þeirrar skoðunar að gera þurfi verulegar breytingar á skattkerfinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
„Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að einfalda skattkerfið. Eins og frægt er hafa verið gerðar um 200 breytingar á skattkerfinu, fyrst og fremst til að flækja og hækka skatta. Við þurfum að einfalda það og innleiða jákvæða hvata í stað neikvæðra – hvata til að vinna meira, ráða fólk í vinnu og framleiða meira.“
Þá boðar hann lækkun tryggingagjalds og hækkun skattleysismarka sem tekjujöfnunarleið. „Það gengur ekki að skilgreina millitekjufólk sem hátekjufólk,“ segir hann.
Í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag ræðir Sigmundur um niðurgreiðslur á skuldum heimilanna, afnám verðtryggingar og fleira.