Sturla getur ekki kosið Sturlu

Sturla Jónsson, frambjóðandi til Alþingis.
Sturla Jónsson, frambjóðandi til Alþingis. mbl.is

Sturla Jónsson, frambjóðandi til Alþingis, mun ekki geta kosið Sturlu Jónsson, K-lista. Þetta stafar af því að Sturla Jónsson er búsettur í Reykjavíkurkjördæmi norður en Sturla Jónsson býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.

„Ég tel að bakland Sturlu Jónssonar sé meira í Reykjavík suður en í Reykjavík norður,“ segir Sturla Jónsson, frambjóðandi til Alþingis. „Svo er þetta þannig að fólk getur ekki kosið hvern þann sem það langar til. Landið ætti allt að vera eitt kjördæmi til að bæta úr þessu,“ segir Sturla.

„Við ætlum að láta reyna á hvort það sé ekki mannréttindabrot að einangra fólk við kjördæmi. Það er brot á mínum sjálfsögðu mannréttindum að geta ekki valið þann sem ég vil og láta þennan fjórflokk alltaf trampa á okkur," segir Sturla. „Það er illa farið með okkur landsmenn, við erum eins og rollur í hólfi sem völdin í landinu ákveða hvernig við eigum að vera.“

Aðspurður sagðist Sturla ekki vilja gefa upp hvaða framboð hann muni kjósa þann 27. apríl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert