Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun sem gefur kjósendum tækifæri til að sjá afstöðu sína til stjórnmálaflokka og framboða til komandi þingkosninga. Svarendur taka afstöðu til 30 fullyrðinga og að því búnu sá þeir fyrst hvaða framboðum þeir eru oftast sammála.
Síðan geta þeir séð staðsetningu sína og allra framboðanna á tveimur hugmyndafræðilegum ásum, sem oft eru kenndir við hægri og vinstri. Annars vegar er um að ræða afstöðu í garð félagshyggju/markaðshyggju og hins vegar í garð frjálslyndis/forsjárhyggju.
Kosningavitinn er unninn af Evu Heiðu Önnudóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði við Háskólann í Mannheim og Ioannis Andreadis prófessor við Háskólann í Þessalónikíu, sem hluti af hinu alþjóðlega Help me vote verkefni sem unnið var í Grikklandi árið 2012, þar sem um 500.000 kjósendur tóku þátt.
Þær 30 fullyrðingar, sem tekin er afstaða til, eru valdar út frá 40 spurningum sem sendar voru til frambjóðenda, auk þess sem sérfræðingar um íslensk stjórnmál voru beðnir um að meta afstöðu flokkanna til þeirra.
Auk þeirra Evu Heiðu og Andreadis koma að verkefninu Viktor Orri Valgarðsson og Hafsteinn Birgir Einarsson, meistaranemar í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Félagsvísindastofnun HÍ kom einnig að verkefninu.
Hér er hægt að kanna afstöðuna í Kosningavitanum