Þriðjungur vill Sigmund Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rúmur þriðjungur landsmanna vill að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Þetta kemur fram í frétt á forsíðu Fréttablaðsins.

 Alls telja 33,9 prósent þeirra sem afstöðu taka Sigmund Davíð best til þess fallinn að leiða ríkisstjórn. Það er nokkuð hærra hlutfall en styður Framsókn í sömu könnun og talsvert hærra en þegar síðast var spurt í febrúar.

 Tæplega fimmtungur treystir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, til að stýra landinu eftir kosningar. 

 Mun fleiri vilja að Bjarni verði forsætisráðherra en Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Um 5,3 prósent sögðust telja Hönnu Birnu best til þess fallna að leiða ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.

Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.

Svarhlutfallið var 63,2%. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.

 Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?

Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?

Alls tóku

67,8% þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert