Sjálfstæðisflokkur sækir á

Stuðningur kjósenda við Sjálfstæðisflokkinn hefur aukist umtalsvert samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Morgunblaðið dagana 14. til 17. apríl. Mælist fylgi flokksins nú 24,4% og hefur aukist um 5,5 prósentustig frá seinustu könnun.

Framsóknarflokkurinn er stærstur flokka skv. könnuninni en stuðningur við hann hefur minnkað frá seinustu könnun og er nú 28,1%.

Fylgisaukning Sjálfstæðisflokks virðist að stærstum hluta sótt til kjósenda sem sögðust styðja Framsókn í seinustu könnun. Í þeirri könnun sögðust 29,2% svarenda sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum 2009, ætla að kjósa Framsóknarflokkinn en núna er hlutfall þeirra komið niður í 18,4%. Þá sýna niðurstöðurnar að hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokksins sem ætla að halda tryggð við flokkinn í komandi kosningum hefur aukist úr 56,2% í seinustu könnun í 69,1% nú.

Fylgi Samfylkingarinnar er svipað og í seinustu könnun og er nú 12,2% en Vinstri græn auka fylgi sitt úr 8,8% í 9,3% og mælast með meira fylgi en Björt framtíð, sem missir fylgi og fer úr 10,9% í 7,4%. Þá eykst fylgi Pírata milli kannana og fer úr 5,6% í 6,3%. Önnur framboð kæmu ekki manni á þing skv. könnuninni. Lýðræðisvaktin mælist með 3,3% fylgi og Dögun 3%.

Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er að vaxa.
Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er að vaxa. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert