Kröfuhafar taki á sig afskriftir

Bjarni segir Sjálfstæðisflokkinn vilja nota skattkerfið til að gera fólki …
Bjarni segir Sjálfstæðisflokkinn vilja nota skattkerfið til að gera fólki kleift að greiða niður skuldir. mbl.is/golli

Kröfuhafar gömlu bankanna verða að taka á sig miklar afskriftir, en ótímabært er að halda því fram að við afnám hafta verði tiltekin fjárhæð til ráðstöfunar fyrir íslensk stjórnvöld, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.

Hann segir Íslendinga hafa mjög sterka stöðu gagnvart þrotabúum gömlu bankanna og fyrsta verkefnið verði að vinda ofan af snjóhengjunni. „Höfuðatriðið er að verja hagsmuni almennings í hvívetna, endurheimta eðlilegt gjaldmiðilsumhverfi fyrir landið og leggja grunn að nýrri lífskjarasókn fyrir alla þjóðina.“

Bjarni segir Sjálfstæðisflokkinn vilja nota skattkerfið til að gera fólki kleift að greiða niður skuldir. „Þegar saman kemur tekjuskattsafslátturinn og séreignarsparnaðurinn sem við bjóðum fólki að nýta í að eignast þak yfir höfuðið, þá mun dæmigert lán lækka um 20% á fjórum til fimm árum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert