10.595 hafa greitt atkvæði

10.595 hafa nú kosið utan kjörfundar vegna þingkosninganna 27. apríl …
10.595 hafa nú kosið utan kjörfundar vegna þingkosninganna 27. apríl næstkomandi. mbl.is/Árni Sæberg

Samtals hafa nú 10.595 kosið utan kjörfundar á landinu öllu og sendiráðum Íslands erlendis vegna þingkosninganna 27. apríl næstkomandi. Þar af eru aðsend atkvæði 1.285, en þau eru aðallega erlendis frá.

 Í gær kusu um 800 manns utan kjörfundar í Laugardalshöll. Opið er alla daga frá 10 til 22 í Laugardalshöll.

Á höfuðborgarsvæðinu er einnig hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumannsembættunum í Kópavogi og Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins kosning.is

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert