Vala Pálsdóttir
Einn þeirra sem greiddu utankjörstaðaatkvæði í Boston á laugardag var Björn Leví Gunnarsson sem skipar 2. sæti fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Björn Leví stundar doktorsnám í tölvunarfræði við Brandeis háskólann og býr á Rhode Island ásamt fjölskyldu sinni.
Þótt hann sé víðsfjarri flestum kjósendum segir hann það ekki koma að sök og hann hafi tekið fullan þátt í kosningabaráttunni.
„Við höfum fengið fjöldann allan af spurningum í gegnum netið og ég hef séð að mestu um að svara þeim spurningum.“ Þegar blaðamaður spyr hvað gerist nái hann kjöri þá liggur ekki djúpt á svarinu. „Flyt heim, það er besta afsökunin til að hætta námi.“