Vinstri hugsun bar af leið á kjörtímabilinu

Inga Sigrún Atladóttir er á 2. sæti framboðslista Vinstri grænna …
Inga Sigrún Atladóttir er á 2. sæti framboðslista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. mbl.is

Vinstri menn hafa ekki hlustað nægj­an­lega vel á fólkið í land­inu sem tók á sig mikl­ar fórn­ir vegna hruns­ins. Þetta seg­ir Inga Sigrún Atla­dótt­ir, sem er í 2. sæti fram­boðslista Vinstri grænna í Suður­kjör­dæmi. Hún seg­ir vinstri hugs­un hafa borið af leið á kjör­tíma­bil­inu og mik­il­vægt sé að viður­kenna það.

Inga Sigrún skrif­ar af­sök­un­ar­beiðni, sem hún kall­ar svo, á blogg sitt í dag og tel­ur upp ým­is­legt sem hún seg­ir VG ekki hafa tek­ist á kjör­tíma­bil­inu, þ.á.m. að tryggja efna­hags­leg­an jöfnuð, koma í veg fyr­ir spill­ingu og leynd­ar­hyggju og byggja upp fjár­mála­kerfi á grunni sam­eign­ar, í anda vinstri manna.

„Okk­ur í Vinstri græn­um tókst ekki allt sem við ætluðum að gera, við gáf­um von­ir sem við gát­um ekki upp­fyllt,“ seg­ir Inga Sigrún. „En vegna þeirra sem treystu á okk­ur meg­um við ekki missa sjálfs­traustið, við get­um ekki látið stuðnings­menn okk­ar standa eina úti í storm­in­um.

Við eig­um að hafa styrk til að biðjast auðmjúk af­sök­un­ar en halda síðan áfram full sjálfs­trausts og von­ar í átt til betri framtíðar,“ seg­ir Inga Sigrún á bloggi sínu.

Fylgi VG mæl­ist á bil­inu 8,0 til 9,3 pró­sent í síðustu skoðana­könn­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert