Píratar komnir í alþjóðasamtökin

Pírat­ar á Íslandi hafa fengið aðild að alþjóðasam­tök­um pírata, Pira­te Party In­ternati­onal, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu. Um­sókn­in var samþykkt á aðal­fundi sam­tak­anna sem hald­inn var í Kaz­an í Rússlandi um helg­ina. Pira­te Parties In­ternati­onal eru regn­hlíf­ar­sam­tök Pírata­flokka með 39 full­gilda meðlimi og 15 með áheyrn­araðild.

 Besti flokk­ur­inn var einnig tek­inn form­lega inn í sam­tök­in með áheyrn­araðild. Pírat­ar óska þeim til ham­ingju og hlakka til að vinna með þeim í framtíðinni að sam­eig­in­leg­um mál­efn­um Pírata.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert