Meirihluti á móti inngöngu í ESB

AFP

Meiri­hluti lands­manna er sem fyrr á móti inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands eða 52,2% á meðan 27,6% eru hlynnt því að ganga í sam­bandið. Frá þessu var greint í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Hins veg­ar er meiri­hluti fyr­ir því að ljúka viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu sam­kvæmt könn­un­inni eða 52,7% en 30,7% vilja hins veg­ar hætta þeim. Það þýðir að hluti þeirra sem eru and­víg­ir inn­göngu vilja klára viðræðurn­ar.

Fram kem­ur í frétt­inni að þriðjung­ur kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks styðji áfram­hald­andi viðræður, tæp­lega 44% kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins yfir 90% kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og meiri­hluti kjós­enda Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert