Sigmundur: Þjóðaratkvæðagreiðsla fer eftir tímasetningu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsaðildarviðræður …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsaðildarviðræður færi eftir tímasetningu. Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var á fundi VÍB í dag, ítrekað spurður að því hvort flokkurinn myndi láta verða af þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, kæmist hann til valda. Sagði Sigmundur að hann væri „mjög opinn varðandi dagsetningar“ og að flokkurinn hefði alltaf gert ráð fyrir að atkvæðagreiðsla færi fram. Hann tók þó fram að slíkt væri ekki efst í forgangsröðinni.

Þegar fundastjóri ítrekaði spurningu um hvort atkvæðagreiðsla myndi fara fram sagði Sigmundur: „það hlýtur að vera“, en að slíkt færi þó eftir tímasetningu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að hann hefði margoft tekið fram að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á fyrri hluta kjörtímabilsins og hann stæði enn við þá skoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert