Fylgi stóru flokkanna minnkar

Kosningar fara fram nk. laugardag.
Kosningar fara fram nk. laugardag. mbl.is/Brynjar Gauti

Framsóknarflokkur er með 25,9% fylgi og Sjálfstæðisflokkur 23,8% í skoðanakönnun sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt könnuninni er stuðningur við VG heldur að aukast, en flokkurinn fær 10,4% fylgi í könnuninni.

Niðurstaða könnunarinnar er að Framsóknarflokkurinn fær 25,9% fylgi og 19 menn, Sjálfstæðisflokkur 23,8% og 17 menn, Samfylkingin 13,3% og 10 menn, VG 10,4% og 7 menn, Björt framtíð 8,1% og 6 menn og Píratar 6,3% og 4 menn. Aðrir flokkar mælast undir 2,6% og ná ekki mönnum á þing.

Samkvæmt þessari könnun mælast Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur með heldur minna fylgi en flokkarnir fengu í könnunum sem Félagsvísindastofnun, Capacent-Gallup, MMR og Fréttablaðið og Stöð tvö gerðu í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert