Vantraust bakgrunnur kosninganna

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, á fundinum.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, á fundinum. mbl.is/Styrmir Kári

Efna­hags­hrunið leiddi til kreppu í ís­lenska flokka­kerf­inu, sem end­ur­spegl­ast m.a. í mikl­um fjölda fram­boða og van­trausti á Alþingi, sem er í sögu­legu há­marki. Lítið traust á þing­inu, stjórn­mála­flokk­un­um og stjórn­mála­kerf­inu er bak­grunn­ur þeirra kosn­inga sem fram fara á laug­ar­dag og í slíku and­rúms­lofti má gera ráð fyr­ir meiri sveifl­um á fylgi flokka en ella.

Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem hald­inn var í Há­skóla Íslands í gær und­ir yf­ir­skrift­inni „Hvernig hegða kjós­end­ur sér?“ en fram­sögu­menn voru Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, og Eva Heiða Önnu­dótt­ir, doktorsnemi í stjórn­mála­fræði.

„Við búum í raun­inni eft­ir banka­hrun, að mínu mati, við djúpa fé­lags­lega og póli­tíska kreppu,“ sagði Ólaf­ur á fund­in­um. Hann sagði að þvert á það sem menn gætu haldið hefði kjör­sókn þó ekki minnkað í alþing­is­kosn­ing­um og svo virt­ist sem áhugi á stjórn­mál­um færi vax­andi á Íslandi.

Mettap stjórn­ar­flokk­anna

Ólaf­ur sagði að bú­ast mætti við því að sveifla kjós­enda milli flokka yrði jafn­vel meiri nú en í kosn­ing­un­um 2009, þegar hún var 34%.

„Það hef­ur verið til­hneig­ing í Evr­ópu, al­veg frá stríðslok­um, að stjórn­ar­flokk­ar tapa frek­ar en vinna, og sú til­hneig­ing hef­ur verið að vaxa síðustu 10-20 árin,“ sagði hann en þetta ætti bæði við þegar illa gengi í efna­hags­mál­um og vel.

Hann sagði skoðanakann­an­ir spá fyr­ir um 25-27% fylg­istap stjórn­ar­flokk­anna en gamla metið, 18%, hefði verið sett í kosn­ing­un­um 1978. „Þannig að það er ein­stakt í ís­lenskri stjórn­mála­sögu ef þetta geng­ur eft­ir.“

Ólaf­ur sagði sög­una jafn­framt sýna að fjór­flokk­ur­inn hefði nærri alltaf fengið yfir 90% at­kvæða, nema árið 1987 þegar hann fékk aðeins 75% at­kvæða, og héldu þá ein­hverj­ir að flokka­kerfið væri að hrynja.

Þá sagði hann dauð at­kvæði ekki hafa verið mikið vanda­mál í ís­lenska kerf­inu, þau hefðu oft­ast verið inn­an við 5%, sem væri lítið í sam­an­b­urði við önn­ur lönd. Kann­an­ir gæfu hins veg­ar til kynna að nú yrðu þau um 10%, sem væri um­hugs­un­ar­efni fyr­ir áhuga­menn um kosn­inga­kerfi.

Geta ekki beðið þetta af sér

Á fund­in­um sagði Eva Heiða rann­sókn­ir sín­ar hafa leitt í ljós að efna­hags­mál hefðu haft mun meiri áhrif á það hvaða flokk fólk kaus í kosn­ing­un­um 2009 en 2007 en að flokks­holl­usta og hægri-vinstri ná­lægð við ákveðinn flokk hefðu skipt minna máli. Þannig hefði eitt­hvað sem ætti und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum að taka hæg­um breyt­ing­um breyst á stutt­um tíma.

Hún sagði efna­hagskrepp­una hafa leitt til kreppu í flokka­kerf­inu og benti á að traust al­menn­ings til Alþing­is hefði farið niður í 10% árið 2008 og hald­ist þar síðan.

„Þetta er ekk­ert sem flokk­arn­ir geta beðið af sér,“ sagði Eva, „og það er al­gjör­lega í hönd­um flokk­anna, bæði nýrra og gam­alla, að grípa til aðgerða. Sjálfsagt hafa þeir flest­ir gert það en það virðist ekki hafa skilað sér í auknu trausti, alla vega ekki enn sem komið er.“

Í umræðum sagði Eva að í kosn­ing­un­um 2009 hefðu aðrir þætt­ir farið að skipta máli en venju­lega, svo sem hvaða flokki fólk treysti best til að leysa mik­il­væg verk­efni en fyr­ir marga hefði það ekki endi­lega verið sá flokk­ur sem stóð því næst hug­mynda­fræðilega. „Þetta hlýt­ur að setja ákveðna pressu á gömlu flokk­ana, þeir geta ekki gengið að „sín­um“ kjós­end­um vís­um,“ sagði hún.

Aðdá­end­ur stjórn­ar­inn­ar

Ólaf­ur sagðist á fund­in­um hafa átt sam­töl við marga er­lenda blaðamenn sem væru undr­andi á litlu fylgi stjórn­ar­flokk­anna.

„Ég hef nú verið að reyna að út­skýra það í löngu máli en aðallega sagt að vandi þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar er að aðdá­end­ur henn­ar eru aðallega frek­ar hægris­innaðir hag­fræðing­ar hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og OECD og stöku fjár­mála­blaðamenn, t.d. hjá Fin­ancial Times. En þeir hafa ekki kosn­inga­rétt á Íslandi,“ sagði hann.

„Við búum í rauninni eftir bankahrun, að mínu mati, við …
„Við búum í raun­inni eft­ir banka­hrun, að mínu mati, við djúpa fé­lags­lega og póli­tíska kreppu,“ seg­ir Ólaf­ur Þ. Harðar­son. mbl.is/​Styrm­ir Kári
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert