Alls hafa verið greidd 34.051 atkvæði í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu fyrir alþingiskosningarnar á morgun. Það eru um 14% atkvæðisbærra manna.
Þar af hafa 29.594 atkvæði verið greidd á kjörstöðum og 4.457 verið send, t.d. erlendis frá. Í dag kusu 2.649 í Reykjavík og að auki bárust þangað 848 atkvæði.
Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn utanatkvæðagreiðslu hefur fólk drifið á kjörstaði, sem eru hjá sýslumönnum og í Laugardalshöll, jafnt og þétt í dag. Nokkuð margir komu síðdegis, á leið heim úr vinnu og eftir klukkan átta í kvöld.