Kjörfundur hefst í fyrramálið

Frá kjörstað.
Frá kjörstað. Ernir Eyjólfsson

Misjafnt er eftir kjörstöðum klukkan hvað kjörfundur hefst, en það er yfirleitt á milli klukkan 9 og 10 í fyrramálið. Kjörfundi lýkur síðan klukkan 22 annað kvöld.

Á kosningavef innanríkisráðuneytisins eru upplýsingar um opnunartíma kjörstaða og aðgengi að þeim.

Þar eru ýmsar upplýsingar um ýmislegt sem tengist kosningum, t.d. er þar talið upp það athæfi sem gæti varðað sektum eða öðrum refsingum. Til dæmis varðar það sekt ef kjósandi ónýtir af ásettu ráði atkvæðaseðil sinn við kosningu á kjörfundi eða við kosningu hjá utankjörfundarkjörstjórn eða sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs eða hefur kosið.

Þá varðar það einnig sekt ef maður njósnar um aðra kjósendur, ef kjósandi gerir sér upp sjónleysi eða annað til í því skyni að fá aðstoð við kosningu og ef maður torveldar öðrum sókn á kjörfund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka