Konur 42% frambjóðenda

mbl.is/Styrmir Kári

Hlutfall kvenna á framboðslistum vegna þingkosninganna á morgun er hvað lægst hjá tveimur af þeim framboðum sem bjóða fram á landsvísu samkvæmt samantekt Jafnréttisstofu en það eru Hægri grænir og Píratar.

Þannig má nefna að í Suðvesturkjördæmi eru konur aðeins 4% frambjóðenda Hægri grænna og 12% frambjóðenda Pírata. Í Norðausturkjördæmi eru konur 4% frambjóðenda Hægri grænna og 20% frambjóðenda Pírata.

Sé hins vegar einungis horft til efstu fjögurra sætanna á framboðslistunum er hlutfall kvenna minnst hjá Hægri grænum og fer þannig aldrei yfir 25%. Það er að ein kona sé þar á meðal. Í tveimur tilfellum er engin kona þar á meðal eða í Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.

Hlutfall kvenna á einstaka framboðslista sumra annarra framboða er einnig talsvert lágt eins og hjá lista Flokks heimilanna í Suðvesturkjördæmi þar sem hlutfallið er 12% og hjá Regnboganum í Norðausturkjördæmi þar sem það er 30%. Hlutfall kvenna er þó hvað hæst á framboðslistum Regnbogans á heildina litið. Á heildina litið eru konur 42% þeirra sem verma framboðslista fyrir kosningarnar.

Samantekt Jafnréttisstofu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert