Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rétt tæp­lega 28% kjós­enda ætla að velja Sjálf­stæðis­flokk­inn sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Capacent Gallup. Flokk­ur­inn fengi rúm­lega 3% meira fylgi en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn.

Sam­kvæmt könn­un­inni segj­ast 27,9% ætla að kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn, 24,7% Fram­sókn­ar­flokk­inn, 14,6% Sam­fylk­ing­una, 10% Vinstri græn, 6,6% Bjarta framtíð, 6,1% Pírata, 2,8% Lýðræðis­vakt­ina, 2,6% Hægri græna, jafn marg­ir hyggj­ast kjósa Dög­un og 1,3% Flokk heim­il­anna.

Önnur fram­boð mæl­ast með inn­an við 1% fylgi.  

Greint var frá könn­un­inni í kvöld­frétt­um RÚV.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er sterk­ast­ur í Suðvest­ur­kjör­dæmi með 33% fylgi miðað við könn­un Capacents. Fylgi flokks­ins er næst­mest í Suður­kjör­dæmi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur hlut­falls­lega flesta stuðnings­menn í Suður­kjör­dæmi, en 35% kjós­enda þar ætla að kjósa flokk­inn.

Þá ætla 34% kjós­enda í bæði norðvest­ur- og norðaust­ur­kjör­dæmi að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Sam­fylk­ing­in er sterk­ust á suðvest­ur­horn­inu með 16-17% fylgi. Vinstri græn eru sterk­ust í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður með 17% fylgi. Mesta fylgi Bjartr­ar framtíðar er í Reykja­vík og Pírat­ar sækja fylgi sitt mest í  Suður­kjör­dæmi og Reykja­vík norður. 

Könn­un­in var gerð dag­ana 18. til 25. apríl. Svar­hlut­fall var 60%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert