Fundið fyrir mikilli jákvæðni

„Ég er bara bjartsýn. Við höfum allavega verið að finna fyrir mikilli jákvæðni í þessari baráttu. Þannig að okkur finnst við finna fyrir meðbyr og við sjáum það í skoðanakönnunum og vonum að það sjáist líka þegar talið verður upp úr kössunum í kvöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en hún kaus í Hagaskóla í morgun.

„Þetta verður mjög spennandi kosninganótt, það liggur alveg fyrir, og örugglega hægt að vaka lengi,“ segir hún. „Það eru til að mynda öll þessi framboð, það er búin að vera rosaleg hreyfing á fylginu og já, það stefnir í spennu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert